Ónógt hreinlæti leiddi til sviptingar

Kúabú á Suðurlandi var svipt mjólkursöluleyfi vegna ónógs hreinlætis.
Kúabú á Suðurlandi var svipt mjólkursöluleyfi vegna ónógs hreinlætis. Samsett mynd

Svipting mjólkurleyfis kúabús á Suðurlandi var lokað vegna skorts á hreinlæti og út frá matvælaöryggissjónarmiðum að sögn Hrannar Ólafar Jörundsdóttur, forstjóra MAST.

Fram kom í tilkynningu á vef MAST í gær kúabúið hafi verið svipt mjólkursöluleyfi vegna brota á matvælalöggum auk þess sem dagsektir hafi verið lagðar á til að knýja á um úrbætur.

„Ef að kúabændur uppfylla ekki skilyrði um hreinlæti eða matvælaöryggissjónarmið þá er þetta algengasta verkfæri okkar til að grípa inn í út frá neytendamálum," segir Hrönn.

MAST gefur út mjólkursöluleyfi og segir Hrönn það algjörlega undir ábúendum komið hvort þeir vilji fara í úrbætur til að reyna að endurheimta leyfið að nýju.

„Þau fá ekki aftur leyfi fyrr en þau eru komin með allt sitt á hreint,“ segir Hrönn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert