Vatnsendamálinu ekki lokið

Mikill uppbygging hefur átt sér stað á Vatnsendalandinu síðan þessi …
Mikill uppbygging hefur átt sér stað á Vatnsendalandinu síðan þessi mynd var tekin um aldamótin síðustu. mbl.is/Árni Sæberg

Sýkna Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu í Hæstarétti í dag er í samræmi við væntingar bæjarins, segir Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogsbæjar.

Aftur á móti sé Vatnsendamálinu í heildina ekki lokið. Fleiri dómsmál séu í réttarkerfinu er varða eignarnám bæjarins en hér sé um að ræða einn áfanga í því að leysa þessa þrætu.

Guðjón segir að sótt hafi verið að bænum úr þremur áttum hvað varðar eignarnámið sem bærinn framkvæmdi árið 2007. Dánarbú Þorsteins Hjaltested og núverandi ábúandi, sem er sonur Þorsteins, krefjast bóta vegna eignarnámsins árið 2007. Svo loks eru handhafar hins beina eignaréttar, sem um er að ræða í þessu dómsmáli, en þeir kröfðust bóta vegna eignarnáms árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Útskýrir það fjárhæð dómkröfu erfingjanna á hendur Kópavogsbæjar sem nam 75 milljörðum króna.

Mikill áfangi felst í því að komast að niðurstöðu í þessum hluta ágreiningsins en anga þess má rekja allt til 4. áratugar síðustu aldar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert