2,2 milljónir söfnuðust fyrir bakarann

Safnarinn bjóst við 200 þúsundum króna en fékk tveimur milljónum …
Safnarinn bjóst við 200 þúsundum króna en fékk tveimur milljónum betra.

Íbúar og fyrirtæki í Skagafirði svöruðu kalli Hrafnhildar Viðarsdóttur og Árna Björns Björnssonar á Sauðárkróki og lögðu til rúmar tvær milljónir króna til Snorra Stefánssonar eiganda Sauðárkróksbakarís, sem varð fyrir miklu tjóni að morgni 14. maí sl. þegar bíl var ekið inn í afgreiðslu bakarísins. Hefur afgreiðslan verið lokuð en framleiðslan haldið áfram og dreifing á brauðmeti.

„Ég bjóst við að einhverjir myndu taka þátt í þessu og mig langaði til að ná að safna milljón. Í upphafi fannst mér það samt mjög óraunhæft takmark; bjóst við að ná kannski að raka saman tvö hundruð þúsund krónum. En svo bara náðist milljónin og rúmlega það,“ segir Hrafnhildur, sem er eigandi naglasnyrtistofu í bænum. Efndi hún til söfnunar gegnum facebookhópinn Skín við sólu.

Af þessum 2,2 milljónum kr. komu 1,2 milljónir frá Hard Wok Café, sem er gegnt bakaríinu við Aðalgötu, en vertinn þar, Árni Björn, gaf andvirði af hamborgarasölu veitingastaðarins sl. mánudag. Hægt var að fá borgara og franskar á 2.500 kr. og því seldust hátt í 500 stykki þann daginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert