Þráinn Hafsteinsson flugmaður er listfengur ljósmyndari auk þess að kunna að fljúga um loftin blá og hefur hann oftar en ekki lagt sitt lóð á vogarskál þjóðfélagsumræðu hér á mbl.is. Þessa mynd kallar hann „Brim úti fyrir Reykjavík“ og er sjónarhornið ekki allra.
Vissulega glittir þar í snæhvítt brimið og minnir um margt á vísu Sighvats skálds Þórðarsonar um misheppnaða árás Ólafs helga Haraldssonar Noregskonungs á Finnland fyrir þúsund árum en í þá tíð voru Finnar rammgöldróttir og hrundu árásinni með því að magna seið og með honum gjörningaveður mikið sem norski innrásarherinn slapp með naumindum undan við Bálagarðssíðu en svo hét suðvesturströnd Finnlands í fornum bókum.
Vísa Sighvats:
Hríð varð stáls í stríðri
strǫng Herdala gǫngu
Finnlendinga at fundi
fylkis niðs in þriðja.
En austr við lô leysti
leið víkinga skeiðar;
Bálagarðs at borði
brimskíðum lá síða.