Viðreisn stendur fyrir málþingi á Grand Hótel um húsnæðismál á afmælisdegi flokksins undir yfirskriftinni: Frost eða funi - Hvernig væri heilbrigður húsnæðismarkaður?
„Þar verður spurt áleitinna spurninga um það hvers vegna húsnæðismarkaðurinn á Íslandi sé svona erfiður. Þarf hann að vera ýmist í frosti eða svo brennandi heitur að hann kveiki í verðbólgu? Hvernig getum við gert þennan markað heilbrigðari og getum við lært eitthvað af nágrannalöndum okkar?” segir í tilkynningu.
Málþingið stendur yfir frá klukkan 8.30 til 10 og verður viðburðinum streymt á facebooksíðu Viðreisnar.
Frummælendur verða: Anna Guðmunda Ingvadóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor, Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt og sérfræðingur í stefnumótun í skipulagsmálum og Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun bjóða fólk velkomið og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, verður fundarstjóri.
Undir lok fundar verður pallborð, þar sem spurningar gesta verða ræddar. Hægt er að bera fram spurningar á slido.com #husnaedi eða hér.