Dregur úr atvinnuleysi

Atvinnuleysi var 2,3% í apríl.
Atvinnuleysi var 2,3% í apríl. mbl.is/Golli

Atvinnuleysi var 2,3% í apríl,  samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands.

Dróst það saman um 0,8 prósentustig á milli mánaða.

Atvinnuleysi var 2,7% á meðal karla og 1,8% á meðal kvenna.

Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 80,9% og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi var 79,0%, að sögn Hagstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert