Fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa samanlagt tapað 19% fylgi ef marka má könnun …
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa samanlagt tapað 19% fylgi ef marka má könnun Maskínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hef­ur ekki mælst minna og er nú 35,2%, ef marka má niður­stöður könn­un­ar Maskínu á fylgi flokka á Alþingi.

Sjálf­stæðis­flokk­ur mæl­ist með 19,2% fylgi en fékk 24,4% greiddra at­kvæða í síðustu Alþing­is­kosn­ing­um árið 2021 og tap­ar þannig 5,2%.

Fram­sókn­ar­flokk­ur mæl­ist með 10% fylgi en fékk 17,3% greiddra at­kvæða í síðustu kosn­ing­um og tap­ar þannig 7,3%.

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð mæl­ist með 6,1% fylgi en fékk 12,6% greiddra at­kvæða í síðustu kosn­ing­um og tap­ar 6,5% eða meira en helm­ing af fylgi sínu.

Sam­fylk­ing­in enn stærst

Sam­fylk­ing­in er enn stærsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins ef marka má könn­un Maskínu. Fylgi henn­ar hef­ur auk­ist mikið síðan í Alþing­is­kosn­ing­un­um árið 2021 þegar flokk­ur­inn fékk 9,9% greiddra at­kvæða.

Fylgi flokks­ins hef­ur áfram vaxið jafnt og þétt í könn­un Maskínu und­an­farna mánuði. Í mars mæld­ist Sam­fylk­ing­in með 24,4% fylgi, í apríl með 25,7% og nú með 27,3% fylgi.

Pírat­ar mæl­ast með 11% fylgi, Viðreisn með 9,1%, Miðflokk­ur­inn með 6,4%, flokk­ur fólks­ins með 5,6% og Sósí­al­ista­flokk­ur­inn með 5,2% fylgi.

Könn­un­in var gerð dag­ana 4. til 16. maí og 1.726 svar­end­ur tóku af­stöðu til flokks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert