Gæsluvarðhald framlengt í manndrápsmáli

Grímur Grímsson
Grímur Grímsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í manndrápsmáli fyrir utan Fjarðarkaup 20. apríl síðastliðinn hefur verið framlengt til 19. júní. Tveir sakborninganna áfrýjuðu úrskurði til Landsréttar. 

Þetta staðfesti Grímur Grímsson hjá miðlægri deild lögreglu við mbl.is. 

Eins og fram hefur komið var hinn látni á þrítugsaldri og var hann stunginn oftar en einu sinni með eggvopni. Leiddi það til dauða hans. Upphaflega voru fjórir í gæsluvarðhaldi. Allt ungt fólk undir tvítugu. Þrír sitja eftir í gæsluvarðhaldi sem nú hefur verið framlengt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert