Rauðu hjörtun orðin fimmtán ára

Fólk staldrar jafnan við og tekur mynd af umferðarljósunum.
Fólk staldrar jafnan við og tekur mynd af umferðarljósunum. mbl.is/Hjálmar S. Brynjólfsson

Fyrir fimmtán árum fékk Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar og fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar Ein með öllu, þá hugmynd í kollinn að setja rauð hjörtu í umferðarljós Akureyrarbæjar til að vekja athygli á góðri hegðun landsmanna yfir verslunarmannahelgina en borið hafði á því árin á undan að mikil drykkja og ólæti höfðu einkennt hátíðina. Margréti fannst tilvalið að minna á kærleikann og umburðarlyndið með þessum táknræna hætti.

Margrét segir verkefnið hafa verið stórt og mikið í framkvæmd á sínum tíma því í raun hafi það snúist um að skipta um ímynd hátíðarinnar. Þá hafi hún til að mynda ekki talið gesti inn á hátíðina heldur bros og sýnt þannig í verki að kærleikurinn væri alltumvefjandi en markmiðið var að gestir sem kæmu í bæinn kæmu glaðir og færu glaðir. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka