Rýmingarboð send út í rannsóknarskyni

SMS-skilaboð voru send á þá sem voru í Neskaupstað og …
SMS-skilaboð voru send á þá sem voru í Neskaupstað og á nærliggjandi svæðum. mbl.is/Arnþór

Rýmingarboð í SMS-skilaboðum voru send út á Neskaupstað klukkan 13 í dag. Prófunin var framkvæmd til að rannsaka af hverju samskonar rýmingarboð skilaði sér ekki til allra sem staddir voru á flóðasvæðinu í Neskaupstað í mars. 

Samkvæmt tilkynningu á vef almannavarna fór prófunin þannig fram að SMS-skilaboð voru send á þá sem voru í bænum og á nærliggjandi svæðum milli klukkan 13:00 og 13:30 í dag. Í SMS-skilaboðunum kom skýrt fram um að prófun almannaboða væri að ræða. Var þá einnig biðlað til íbúanna að þeir, sem ekki fengu SMS-skilaboðinmyndu tilkynna það í rafrænu spurningaskjali. Í því væri meðal annars spurt um staðsetningu og símafyrirtæki viðkomandi. 

Skilaboðin bara til að hjálpa til

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir í samtali við mbl.is að að niðurstöður um hversu margir fengu ekki skilaboðin liggi enn ekki fyrir. Hún segir að fólk hafi fram á annað kvöld til að svara könnuninni en þangað til bíði tölulegar niðurstöður. Þær muni birtast á vef almannavarna þegar þær liggja fyrir. 

Hjördís leggur áherslu á að rýmingarboðin u ekki fullkomin og að það sé ekki sniðugt að reiða sig eingöngu á þau.

„Það er frábært að fá að prófa kerfið, ekki síst vegna þess að þá fær almenningur að vita að þetta er bara eitt af tólunum sem við notum, að þó maður fái ekki SMS-skilaboðin að þá þýðir það ekki að maður eigi ekki rýma svæðið,“ segir hún og bætir við að „það er lögreglan sem ber ábyrgð á að fara á milli húsa og rýma svæði  SMS-skilaboðin eru bara til að hjálpa til og koma skilaboðunum hratt til fólks.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert