Skjálftahrinan hélt áfram í nótt

Um 90 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst …
Um 90 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Skjálftahrinan austur af Grímsey hélst nokkuð stöðug í nótt. Alls hafa um 90 jarðskjálftar mælst frá því að jörð byrjaði að skjálfa klukkan 19.22 í gærkvöldi, og um 30 skjálftar frá miðnætti.

Stærsti skjálftinn var 3,8 að stærð í gær en síðan þá hafa nokkrir skjálftar mælst um 2,8 til 3 að stærð. 

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki útlit fyrir að dregið hafi úr hrinunni en að eðlilegt sé að mesta hreyfingin sé við upphaf skjálftahrinunnar. 

Eins og fram kom í gær urðu einhverjir íbúar á Norðurlandi varir við stærsta skjálftann um kvöldmatarleytið en að sögn Böðvars hafa engar frekari tilkynningar um slíkt borist Veðurstofunni í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert