Um 280 ára gamall einir

Einiþúfa sem myndast hefur sunnarlega á Hólasandi.
Einiþúfa sem myndast hefur sunnarlega á Hólasandi. Ljósmynd/Pétur Halldórsson

Sérfræðingur í viðarfræði telur líklegt að einir sem fannst á Hólasandi sé um 280 ára gamall. Aldurinn var fenginn með því að telja árhringi í dauðum kvisti sem fannst við einiþúfu sunnarlega á Hólasandi.

Fram kemur á heimasíðu Skógræktarinnar að Ólafur Eggertsson sérfræðingur á Mógilsá, rannsóknarsviði Skógræktarinnar, sérhæfi sig í viðarfræði og árhringjarannsóknum og vann hann að rannsókninni í samvinnu við Landgræðsluna. Svo telja mætti árhringina þurfti að stækka þversviðið mikið og er til þess notuð víðsjá. Telja mátti með vissu 250 árhringi en þó má líklega bæta áratugum við þá tölu og þar af leiðandi er áætlað að einirinn sé um 280 ára gamall.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert