Veðrið talsvert skárra í kvöld og á morgun

Það dregur úr vindi í dag og í kvöld.
Það dregur úr vindi í dag og í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það dregur úr vindi heilt yfir landið eftir því sem líður á daginn og verður veðrið „talsvert skárra“ í kvöld og á morgun, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 

Gular veðurviðvaranir verða í gildi fyrri part dags með vestan hvassviðri eða stormi.

Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hvassast staðbundið við austanverðan Öræfajökul. Almennt verði vindur þó um 13-20 m/s fyrri part dags en það dragi smám saman úr honum í dag og í kvöld. 

Skúrir verða á norðanverðu landinu og mögulega smáskúrir á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður hiti á bilinu 6 til 8 stig og gæti hann mögulega farið í 10 stig á Suðausturlandinu.

Vegagerðin varar við hvassviðri í dag og óveðri á Mýrdalssandi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert