Veltir upp hvort milda eigi dóminn

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mál­flutn­ing­ur í áfrýj­un­ar­máli Angej­el­in Stekaj, Claudiu Sofiu Coel­ho, Murat Selivrada og Sheptim Qerimi, sem öll voru dæmd fyr­ir aðild sína í Rauðagerðismál­inu svo­kallaða, fór fram í Hæsta­rétti í dag. Sú óvenju­lega staða var uppi að rík­is­sak­sókn­ari velti því upp hvort milda ætti dóm yfir sak­born­ing­um. 

Angj­el­in játaði í skýrslu­töku að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana við heim­ili hans í Rauðagerði. Hann var dæmd­ur í 16 ára fang­elsi í héraði en Lands­rétt­ur þyngdi dóm­inn yfir Angj­el­in í 20 ára fang­elsi. Ákæru­valdið hafði farið fram á 18-20 ára dóm í mál­inu.

Þá fengu hinir sak­born­ing­ar máls­ins 14 ára fang­elsi í Lands­rétti fyr­ir hlut­deild í brot­inu en þau voru sýknuð fyr­ir sinn þátt í héraði.

Angjelin Sterkaj var dæmdur í 20 ára fangelsi í Landsrétti …
Angj­el­in Sterkaj var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi í Lands­rétti í lok októ­ber á síðasta ári. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Var heim­ild í lög­um ?

Hef­ur því verið velt upp hvort heim­ilt hafi að dæma Angj­el­in í 20 ára fang­elsi í stað þess hefðbundna 16 ára fang­elsi fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana við heim­ili hans að Rauðagerði.

Embætti rík­is­sak­sókn­ara hef­ur tekið und­ir með sak­born­ing­um í mál­inu um að rétt­ast væri að Hæstirétt­ur tæki á mál­inu. Ástæðan er sú að hugs­an­lega hafi skort laga­heim­ild til að dæma Angj­el­in í 20 ára fang­els­is í mál­inu sök­um þess að vafi leiki á því að til­tekn­ar lögákveðnar aðstæður hafi verið fyr­ir hendi í mál­inu.

Sig­ríður L Friðjóns­dótt­ir, fór yfir málið fyrst fyr­ir hönd rík­is­sak­sókn­ara þar sem hún benti á það sem hún teldi að Hæsta­rétti bæri að skoða við úr­vinnslu máls­ins.

Verjendur sakborninga við málflutninginn í Hæstarétti í morgun.
Verj­end­ur sak­born­inga við mál­flutn­ing­inn í Hæsta­rétti í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Velti upp mild­un dóms 

Spurð af dóm­ara um ástæður þyng­ing­ar dóms­ins í Lands­rétti þá lýsti Sig­ríður þeirri skoðun sinni að svo virt­ist sem ákæru­valdið og dóm­ur Lands­rétt­ar „væri ekki með fræðin á hreinu.“ Þá velti hún því upp hvort rétt­ast væri að milda dóm yfir hinum sak­born­ing­un­um í sama hlut­falli ef hæstirétt­ur ákveður að færa dóm Angj­el­in úr 20 ára fang­elsi í 16 ára fang­elsi.   

Einn sak­born­inga, Claudia Sofia Coel­ho mætti fyr­ir dóm­inn. Um 20 mann­eskj­ur sátu í saln­um og fylgd­ust með mál­flutn­ingi.

Einn sakborninga, Claudia Sofia Coelho mætti fyrir dóminn. Um 20 …
Einn sak­born­inga, Claudia Sofia Coel­ho mætti fyr­ir dóm­inn. Um 20 mann­eskj­ur sátu í saln­um og fylgd­ust með mál­flutn­ingi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert