Vitnisburði hjúkrunarfræðings og samstarfskvenna ber ekki saman

Aðalmeðferðin mun standa yfir fram á föstudag. Steina sést hér …
Aðalmeðferðin mun standa yfir fram á föstudag. Steina sést hér fyrir miðri mynd mæta í réttarsal í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í máli Steinu Árna­dótt­ur, hjúkr­un­ar­fræðings sem er ákærð fyr­ir að hafa orðið sjúk­lingi að bana með því að þvinga ofan í hana nær­ing­ar­drykk, sem varð til þess að hún kafnaði, hófst í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Framb­urði Steinu ber ekki sam­an við vitn­is­b­urð þriggja sam­starfs­kvenna henn­ar.

Sú ákærða var fyrst til að gefa skýrslu í morg­un, en dóm­ar­ar í mál­inu eru Sig­ríður Hjaltested, Björn Bergs­son og Gísli Engil­bert Har­alds­son, bráðalækn­ir, en hann hef­ur verið skipaður dóm­ari með sérþekk­ingu. 

Eini hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn á vakt 

Í skýrslu sinni kveðst Steina hafa verið eini hjúkr­un­ar­fræðing­ur á vakt, með þrem­ur nýj­um og óreynd­um starfs­mönn­um. Sam­kvæmt regl­um eiga að vera tveir hjúkr­un­ar­fræðing­ar á vakt, en ásamt Steinu voru sjúkra­liði, ráðgjafi og sjúkra­liðanemi.

Sjúk­ling­ur­inn, sem var kona um sex­tugt, hafi verið bráðveik af lungna­bólgu, á fljót­andi fæði og þurft yf­ir­setu, en að sögn Steinu hefði sjúk­ling­ur­inn ekki átt að vera á mót­töku­deild í slíku ástandi.

Dómsalur var þétt setin við aðalmeðferð málsins í dag.
Dómsal­ur var þétt set­in við aðalmeðferð máls­ins í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Seg­ir sjúk­ling­inn hafa verið á fljót­andi fæði

Steina seg­ir það hafa komið skýrt fram við vakta­skipti, bæði munn­lega og skrif­lega að sjúk­ling­ur­inn  hafi verið á fljót­andi fæði, en engu að síður hafi hún verið kölluð inn í her­bergi sjúk­lings­ins af sam­starfs­konu, þar sem hún kom að sjúk­lingn­um í liggj­andi stöðu og mat­ur stóð í henni.

Steina kveðst þá hafa sett hana í sitj­andi stöðu og bankað í bak henn­ar þar til græn­met­is­biti hrökk upp úr sjúk­lingn­um. Hún bar þá glas með nær­ing­ar­drykk að vör­um henn­ar og bað hana um að drekka og seg­ir hana hafa gert það.

Að sögn Steinu var henni þá létt um stund þar til vökvinn tók að leka úr munni sjúk­lings­ins, en þá hafi orðið skýrt að eitt­hvað bjátaði á. Lækn­ir var kallaður til og end­ur­lífg­un haf­in, en sjúk­ling­ur­inn var úr­sk­urðaður lát­in eft­ir ein­hverja stund. 

Segja Steinu hafa helt tveim­ur drykkj­um í munn sjúk­lings­ins

Steinu og sam­starfs­kon­um henn­ar þrem­ur, ber ekki sam­an um at­b­urðarrás kvölds­ins. Sam­starfs­kon­ur henn­ar segja það ekki hafa komið fram á fundi að sjúk­ling­ur væri á fljót­andi fæði. Mat­ur sem pantaður var fyr­ir hana var færður henni, en hann var í föstu formi á bakka merkt­um sjúk­lingn­um. 

Steina held­ur því fram að hún hafi haft eina flösku af nær­ing­ar­drykk með inn í her­bergið, þegar hún var sótt af sam­starfs­konu sinni til að líta á sjúk­ling­inn. Hún hafi hellt hon­um í glas og beðið sjúk­ling­inn að fá sér að drekka og sjúk­ling­ur­inn hafi tekið nokkra sopa. 

Sam­starfs­kon­ur henn­ar þrjár halda því hins veg­ar all­ar fram að Steina hafi haft tvo drykki meðferðis. All­ar segja þær einnig að hún hafi ekki boðið sjúk­lingn­um að drekka, held­ur haldið um kjálka henn­ar og helt drykkn­um beint í munn henn­ar. 

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðingsins, við upphaf aðalmeðferðar í morgun.
Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, verj­andi hjúkr­un­ar­fræðings­ins, við upp­haf aðalmeðferðar í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sjúk­ling­ur­inn gerði stopp-merki

Sjúk­ling­ur­inn hafði að sögn vitn­anna ít­rekað borið fyr­ir sig hend­ur til að gefa stopp-merki og fært höfuð til að forðast drykk­inn en Steina hafi haldið áfram. Tvö vitn­anna segja sjúk­ling­inn hafa misst þvag og saur og síðar misst meðvit­und. 

Þá kváðust sam­starfs­kon­ur Steinu all­ar hafa gert at­huga­semd­ir við aðför­ina og ým­ist sagt að þær héldu að sjúk­ling­ur­inn væri hætt­ur að anda eða vera að deyja.

Steina hafði beðið eina þeirra að setj­ast fyr­ir aft­an sjúk­ling­inn til að halda henni sitj­andi á meðan hún gaf henni drykk­inn. Þá hafi önn­ur þeirra verið beðin um að halda hönd­um sjúk­lings­ins föst­um á meðan Steina helti drykkj­un­um upp í hana. Önnur sam­starfs­kon­an kveðst hafa yf­ir­gefið vett­vang þar sem hún hefði ekki getað horft upp á aðför Steinu að sjúk­lingn­um.

Vitni segja sjúk­ling­inn þá hafa misst meðvit­und og lækni verið kallaðan til. Sam­kvæmt vitn­is­b­urði hófst Steina þá við að klæða sjúk­ling­inn úr að neðan og eitt vitn­anna kvaðst hafa séð hana fleygja bux­um og bleyju sjúk­lings­ins und­ir rúm. Ann­ar hjúkr­un­ar­fræðing­ur sem kom að at­vik­inu eft­ir að end­ur­lífg­un hófst kvaðst einnig hafa sé bux­ur og bleyju sjúk­lings­ins úti í horni her­berg­is­ins. 

Lækn­ir seg­ir aðkomu hafa verið furðulega 

Lækn­ir sem var kallaður til bar einnig vitni í mál­inu, en hún seg­ir aðkomu hafa verið furðulega. Starfs­menn­irn­ir fjór­ir hafi all­ir setið við rúm­stokk­inn með sjúk­lingn­um og það í raun tekið hana smá tíma að átta sig á hvað væri á seyði. 

Hún hafi fyr­ir­skipað að end­ur­lífg­un yrði haf­in og hafði at­hygli á því. Hún kveðst hafa tekið eft­ir því að föt sjúk­lings­ins voru fjar­lægð. Spurð seg­ir hún það ekki hefðbundið ferli að fjar­lægja föt sjúk­lings­ins á þeim tíma. 

Harka­leg og ekki allra

Þau vitni sem áður höfðu reynslu af störf­um með Steinu sögðu hana geta verið harka­lega, en ein sam­starfs­kona henn­ar, sem var viðstödd við at­vikið, sagði hana hafa verið mjög harka­lega við sjúk­ling­inn og æpt á hana. Önnur sagði hana einnig ít­rekað hafa æpt á sjúk­ling­inn og gengið mjög harka­lega að henni við að koma drykkj­un­um ofan í hana. 

Annað vitni sagði í skýrslu lög­reglu að hún væri al­mennt kurt­eis og al­menni­leg, en gæti verið hrana­leg við sér­stak­lega erfiða sjúk­linga. Deild­ar­stjóri sem einnig bar vitni í mál­inu sagði Steinu ekki vera allra, en í upp­á­haldi margra og ágæt­is hjúkr­un­ar­fræðing. 

Tvær sam­starfs­kon­ur Steinu kváðust hafa heyrt Steinu greina frá at­b­urðarás við lög­reglu, stjórn­end­ur deild­ar­inn­ar og prest sem veitti sál­ar­gæslu, en þær hafi ekki talið hana greina þar rétt frá. Önnur þeirra kvaðst hafa sagt Steinu að hún óttaðist að hún hefði brugðist rangt við, en að Steina hafi þá sagt: „Þú get­ur ekki hafa gert neitt vit­laust, því þá myndi það þýða að ég hafi gert eitt­hvað vit­laust.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert