Alls 126 einstaklingar sem dæmdir voru til fangelsisvistar á síðastliðnum fimm árum hófu aldrei afplánun vegna fyrningar refsidómsins.
Flestir, eða 61, höfðu verið dæmdir fyrir umferðarlagabrot, 18 höfðu verið dæmdir vegna þjófnaðar, auðgunarbrota eða skjalafals, 27 vegna fíkniefnabrota og fjórir vegna kynferðisbrota. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni
„Fangelsismálastofnun bárust til fullnustu 2.572 óskilorðsbundnar refsingar frá upphafi árs 2018 til loka árs 2022. Fullnusta er hafin eða lokið hvað varðar 71% þessara refsinga. Aðrir hafa verið boðaðir í fangelsi en hafa ekki hafið afplánun eða eru að bíða eftir svari um fullnustu dóms með samfélagsþjónustu,“ segir í svarinu.