Á bráðamóttöku eftir líkamsárás

Lögreglan sinnti að venju margvíslegum verkefnum.
Lögreglan sinnti að venju margvíslegum verkefnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar eftir líkamsárás í Reykjavík. Gerandi komst undan og er málið til rannsóknar, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar vegna verkefna frá klukk­an 17 í gær til klukk­an 5 í morg­un.

Neituðu að yfirgefa Kringluna

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu í Kringlunni vegna unglingahóps sem var með læti og leiðindi í verslunarmiðstöðinni og neitaði að verða við beiðni öryggisvarða um að yfirgefa hana. Lögreglumenn töluðu við unglingana utan við Kringluna og hélt hópurinn síðan sína leið.

Undir áhrifum fíkniefna

Tilkynnt var um umferðaróhapp í hverfi 108 þar sem bifreið var ekið á vegrið. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var önnur bifreið stöðvuð í sama hverfi vegna gruns um að ökumaður væri undir áhrifum fíkniefna.

Lögregla fékk þá tilkynningu um innbrot í miðbænum og um rúðubrot í Grafarvogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert