Búast má við vestan og suðvestan 8-15 metrum á sekúndu og skúrum allvíða í dag. Ef að líkum lætur mun draga úr vindi og úrkomu síðdegis. Hiti verður á bilinu 6 til 14 stig, mildast verður suðaustan til.
Á morgun gengur aftur í suðvestanátt og búast má við 8-15 metrum á sekúndu á ný en hægari verður á Vestfjörðum. Þá má búast við rigningu, einkum sunnan- og vestanlands og hita á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast verður á Austurlandi.