„Þegar maður upplifir öll þessi sterku viðbrögð og er búinn að vera að vinna að þáttunum í marga mánuði, er erfitt að sleppa tökunum af þessum persónum,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri, sem skrifar sjónvarpsþættina Aftureldingu ásamt Halldóri Laxness Halldórssyni, Dóra DNA.
Gengið hefur verið frá samkomulagi um gerð annarrar þáttaraðar og eru þeir að hefjast handa við handritsgerð. Nýverið gengu framleiðendur Aftureldingar frá samningum við sölufyrirtækið The Yellow Affair, um að sjá um sölu á seríunni utan Norðurlanda. Áður var frágengið að þættirnir yrðu sýndir á Norðurlöndunum í gegnum samstarf RÚV, við hinar norrænu ríkisstöðvarnar. Sýningar hefjast hjá DR og SVT í næsta mánuði.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.