Kalla eftir hvatakerfi stjórnvalda

Rannveig Rist, stjórnarformaður Samáls og forstjóri ISAL, á ársfundi Samáls.
Rannveig Rist, stjórnarformaður Samáls og forstjóri ISAL, á ársfundi Samáls. mbl.is/Arnþór

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, kallaði eftir aðgerðum stjórnvalda til að auðvelda græn skref í álframleiðslu á aðalfundi Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi, sem haldinn var í Hörpu í morgun. Rannveig benti á að áliðnaðurinn væri í stöðugri þróun hér innanlands til að auka verðmæti framleiðslunnar, en líka til þess að minnka kolefnislosun. Áliðnaðurinn á Íslandi hefur sett sér það markmið að vera kolefnishlutlaus árið 2040. Þetta hafi iðnaðurinn gert upp á sitt einsdæmi, án ívilnana frá stjórnvöldum. 

Mátti heyra á máli Rannveigar og Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI), að mikið frumkvæði, nýsköpun og fjárfestingar ættu sér stað innan áliðnaðarins í átt að umhverfisvænni framleiðslu. Kölluðu þau eftir frekari aðkomu stjórnvalda. Sagði Sigurður að stjórnvöld erlendis hefðu sett upp alls kyns hvata til að flýta slíkum ferlum og saknaði hann þess að sjá sambærilegt frumkvæði hér á landi.

Það sem er gott fyrir áliðnaðinn er gott fyrir Ísland

Rannveig rifjaði það upp að árið 1969 hafi sjávarfang verið um 90% af öllum útflutningsvörum Íslendinga, en nú sé ál 40% af öllum útflutningi. Fjölbreyttari útflutningsvörur verji þjóðfélagið betur gegn hvers kyns og áföllum. Hún vísaði líka til orða forstjóra Landsvirkjunar, um að þegar áliðnaðinum gangi vel, gangi orkufyrirtækjunum vel.

Ársfundur Samáls. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og Steinunn Dögg Steinsen …
Ársfundur Samáls. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og Steinunn Dögg Steinsen hjá Century Aluminum. mbl.is/Arnþór
Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá Century Aluminum, …
Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert