Sögðust vera vændiskonur og tóku upp vopn

Karlmaðurinn fór með tveimur konum heim af næturlífinu í gærkvöldi, …
Karlmaðurinn fór með tveimur konum heim af næturlífinu í gærkvöldi, miðvikudagskvöld. mbl.is/Ari

Karlmaður óskaði eftir aðstoð lögreglu í miðborg Reykjavíkur í dag og sagði tvær konur hafa rænt sig. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi sagst hafa farið heim með tveimur konum eftir næturlífið. 

Skyndilega hefðu konurnar tjáð honum að þær væru vændiskonur og óskuðu eftir að hann greiddi fyrir þjónustuna. 

Þegar hann neitaði að greiða hafi þær tekið upp vopn og hótað honum. Sagði hann konurnar hafa haft af sér fjármuni.

Í dagbók lögreglu segir enn fremur að ekki sé ljóst hverjar konurnar séu og að málið sé í rannsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert