Telja köfnun líklegustu dánarorsökina

Annar dagur í aðalmeðferð máli Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings, var í …
Annar dagur í aðalmeðferð máli Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings, var í dag. Áætlað er að meðferðinni ljúki á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt­ar­lækn­ir sem bar vitni í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag seg­ir dánar­or­sök sjúk­lings sem lést á geðdeild í ág­úst 2021 vera köfn­un af sök­um krem­kennds efn­is. 

Ann­ar dag­ur í aðalmeðferð máls hjúkr­un­ar­fræðings­ins, Steinu Árna­dótt­ur, fór fram í dag. Steina er ákærð fyr­ir að verða sjúk­lingi sín­um á geðdeild að bana, með því að þvinga ofan í hana nær­ing­ar­drykk sem varð til þess að hún kafnaði. 

At­vikið átti sér stað þann 16. ág­úst 2021 á deild A33 á geðdeild lands­spít­al­ans. Steina held­ur því fram að hún hafi reynt að bjarga lífi sjúk­lings­ins, með því að gefa henni nokkra sopa af nær­ing­ar­drykk, eft­ir að spergilkáls­biti stóð í henni. Sam­starfs­kon­ur henn­ar segja hana hins veg­ar hafa þvingað tvær flösk­ur af drykkn­um ofan í sjúk­ling­inn, þrátt fyr­ir að hún streitt­ist á móti, með þeim af­leiðing­um að hún kafnaði. 

Var með mikla bráðal­ungnaþembu

Rétt­ar­lækn­ar sem unnu krufn­ing­ar­skýrslu hinn­ar látnu segja dánar­or­sök vera köfn­un af sök­um hvíts, krem­kennds efn­is í lung­um. Bæði sögðu sjúk­ling­inn hafa andað inn efn­inu í gegn um vit­in og inn í lung­un. Mik­il bráðal­ungnaþemba hafi greinst í hinni látnu, sem var tölu­vert víðtæk­ari en ef ein­stak­ling­ur and­ar inn mat fyr­ir slysni. 

„Hún hef­ur andað meira en minna, þetta er um­tals­vert meiri og dýpri dreif­ing á þessu efni en maður sér í til­fell­um þar sem fólk óvart and­ar inn mat og kafn­ar,“ sagði ann­ar rétt­ar­lækn­anna.

Lung­un hafi þurft að vera starf­andi til þess að vökvi gæti borist í þau, þar sem vökvi kemst ekki í lung­un í slíku magni nema við inn­önd­un. Verj­andi hinn­ar ákærðu, Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, spurði hvort vökvinn hefði ekki getað farið ofan í lung­un við end­ur­lífg­un og svöruðu báðir rétt­ar­lækn­ar ját­andi. Hvor­ugt þeirra taldi hins vega að vökvinn gæti dreift sér svo víða og djúpt í lung­un­um ef um slíkt til­felli væri að ræða.

Ann­ar rétt­ar­lækn­anna sagði það lík­legt að efnið hafi verið vökvi sem sjúk­ling­ur­inn hafi andað að sér. Lung­un hafi hins veg­ar dragi hins veg­ar í sig all­an vökva og því hafi það breyst í krem­kennt efni.

Fannst lítið magn blóm­káls í lung­um

Einnig fannst lítið magn af blóm­káls örðu í lunga sjúk­lings­ins. Mest magn fannst þó í maga henn­ar og lítið magn í vélinda. Hjúkr­un­ar­fræðingn­um og sam­starfs­kon­um henn­ar ber öll­um sam­an um að blóm­káls eða spergilkáls­biti hafi staðið í hálsi sjúk­lings­ins og hún hóstað hon­um upp áður en Steina hóf að hella upp í hana nær­ing­ar­drykk.

Tveir sjúkra­liðar báru einnig þess vitni að þeir hefðu séð slík­an bita á gólf­inu við aðkomu. Af þeim fjór­um sjúkra­flutn­inga­mönn­um sem höfðu aðkomu að slys­inu, sögðust all­ir hafa orðið þess var­ir að vökvi var í munni sjúk­lings­ins við aðkomu. Einn þeirra lýsti vökv­an­um sem mjólk­ur­kennd­um en hann sagði það óvenju­lega sjón við end­ur­lífg­un. 

Einn sjúkra­flutn­inga­mann­anna minn­ist þess að sterk jarðaberja­lykt í her­berg­inu og af sjúk­lingn­um, en ein sam­starfs­kvenna hjúkr­un­ar­fræðings­ins, bar þess vitni í gær að nær­ing­ar­drykk­irn­ir hefðu verið með jarðaberja­bragði. Tækni­maður lög­reglu bar þess einnig vitni að sjúk­ling­ur­inn hefði verið blaut í fram­an og mik­ill vökvi fram­an á henni eins og hann hefði komið upp úr henni. 

Sjúklingurinn lést á deild A33 á geðdeild Landspítalans.
Sjúk­ling­ur­inn lést á deild A33 á geðdeild Land­spít­al­ans. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Tel­ur ekki um klósapín­eitrun að ræða

Háir skammt­ar af geðlyfj­um mæld­ust einnig í blóði sjúk­lings­ins, þar á meðal sér­stak­lega hár skammt­ur af geðrofs­lyf­inu klósapín. Sam­kvæmt sér­fræðing­um voru mæl­ing­ar lyfs­ins mögu­lega ban­væn­ar, en að erfitt sé að segja til um það þar mæl­ing­ar lyfs­ins séu mjög breyti­leg­ar eft­ir þátt­um. Til að mynda geti nikó­tínn­eysla haft áhrif á mæl­ingu lyfs­ins og sýna rann­sókn­ir einnig fram á að mæl­ing­ar geti breyst eft­ir and­lát. 

Rétt­ar­lækn­ir seg­ir ólík­legt að hún hafi lát­ist af klósapín­eitrun ef horft sé til annarra þátta í aðdrag­andi and­láts sjúk­lings­ins. Dánar­or­sök séu túlkuð út frá krufn­ingu, sjúkra­sögu og ut­anaðkom­andi þátt­um. Mik­il­vægt sé að horfa á heild­ar­mynd­ina en ekki aðeins mæl­ing­ar í blóði. 

Hann seg­ir það ekki óvenju­legt að það finn­ist ban­vænt magn af eit­ur­efn­um við krufn­ingu á ein­stak­ling­um. Það þýði hins veg­ar ekki að það hafi dregið viðkom­andi til dauða. Hann hafi horft til mæl­an­legra gilda um lífs­mörk sjúk­lings­ins áður en hún lést og sam­kvæmt þeim var hún vak­andi, and­andi, með hjart­slátt, blóðþrýst­ing og tjáði sig rétt fyr­ir dauðann. Hefði hún lát­ist af klósipín­eitrun hefðu lífs­mörk henn­ar og hegðun ekki verið með þeim hætti.

Verj­andi hinn­ar ákærðu dró í efa hvort rétt­mætt væri að frá­sagn­ir vitna væru tek­in inn í túlk­un á dánar­or­sök­um sjúk­lings­ins. Meina­fræðing­ur svaraði þá að við krufn­ingu hefði aðeins verið haft á bakvið eyrað að lífs­mörk sjúk­lings­ins hefðu verið góð fyrr um dag­inn. Hún benti hins veg­ar á að lífs­mörk hefðu einnig verið tek­in á bráðamót­töku fyrr um dag­inn.  

Ekki viður­kennd aðferð að gefa kafn­andi fólki að drekka

Steina sagði sjálf í framb­urði sín­um að henni hefði verið kennt árum áður að gefa fólki að drekka ef stæði í fólki. Hún kvaðst hafa slegið á bak sjúk­lings­ins þegar stóð í henni blóm­káls eða spergilkáls­biti, með þeim af­leiðing­um að sjúk­ling­ur­inn hóstaði hon­um upp. 

Hún hafi síðan gefið henni nokkra sopa af nær­ing­ar­drykk. Sam­starfs­kon­ur henn­ar segja hana hins veg­ar hafa helt tveim­ur flösk­um af drykkn­um í munn sjúk­lings­ins gegn vilja henn­ar. 

Lækn­ir sem bar vitni í mál­inu sagði það ekki viður­kennda aðferð að hella vökva upp í fólk ef talið er að standa í þeim. Hann kann­ist held­ur ekki við að það hafi verið áður viður­kennt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert