Vetrarafkoma Hofsjökuls með slakasta móti

Mynd tekin á Blágnípujökli.
Mynd tekin á Blágnípujökli. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Vetr­araf­koma Hofs­jök­uls þetta árið er með slak­asta móti og stóð tæpt að sér­fræðing­ar Veður­stofu Íslands kæm­ust að jökl­in­um á far­ar­tækj­um er þeir héldu í mæl­ing­ar­leiðang­ur­inn, þar sem snjó­laust var orðið mjög víða um há­lendið.

Á vef Veður­stof­unn­ar seg­ir að borað hafi verið í 20 punkt­um á Sátu­jökli, Þjórsár­jökli, Blautu­kvísl­ar­jökli og Blágnípu­jökli, auk punkts á hábungu jök­uls­ins í 1.790 m hæð. 

Gulu línurnar afmarka vatnasvið Vestari Jökulsár í Skagafirði (punktar merktir …
Gulu lín­urn­ar af­marka vatna­svið Vest­ari Jök­uls­ár í Skagaf­irði (punkt­ar merkt­ir HNxx), Aust­ari Jök­uls­ár (norðaust­ur­hlut­inn), Þjórsár (punkt­ar merkt­ir HSAxx) og Jök­ul­falls (punkt­ar merkt­ir BLGxx). Inn­an vatna­sviðs Þjórsár eru einnig 2 mælipunkt­ar á Blautu­kvísl­ar­jökli (merkt­ir BLTxx). H18 er hæsti punkt­ur jök­uls­ins, um 1790 m y.s. Kort/​Veður­stofa Íslands

Við bor­an­ir kom fljótt í ljós að vet­ur­inn hafði verið óvenju snjólétt­ur, einkum á sunn­an­verðum jökl­in­um. Þykkt vetr­ar­lags­ins 2022-2023 var und­ir meðallagi í öll­um mælipunkt­um og nam aðeins 60% af snjóþykkt í vetr­ar­lok 2021-2022.

Snjóþykkt mæld­ist 0,5 metri í um 800 metra hæð neðst á jökl­in­um, en mest um 5,8 metr­ar á hábungu jök­uls­ins í tæp­lega 1.900 metra hæð.

Út frá niður­stöðum má áætla að meðalþykkt vetr­ar­lags­ins á jökl­in­um öll­um hafi verið um 2,7 metr­ar, að því er seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar.

Varla dæmi um jafn litla ákomu 

Að teknu til­liti til óvissuþátta er vatns­gildi vetr­araf­kom­unn­ar jafn­framt metið 1,27 ± 0.15 m, sem er um 75% af meðaltali ár­anna 1989-2022. Eru varla dæmi um jafn litla ákomu á jök­ul­inn frá upp­hafi mæl­inga. Þó mæld­ist hún ívið lægri í vorferðum 2001 og 2010.

Ef leys­ing verður að jafnaði 1,3 m (vatns­gildi) næg­ir það til að ársaf­kom­an verði nei­kvæð. Leys­ing hef­ur aðeins tví­veg­is mælst minni en 1,3 m (sumr­in 1992 og 2015) og meðaltalið er 2,1 m. Verður því að telj­ast mjög lík­legt að rýrn­un jök­uls­ins muni halda áfram á þessu ári, því skv. lang­tímaspám er út­lit fyr­ir að sum­arið verði í hlýrra lagi,“ seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert