Björguðu kisa sem sat fastur í tré

Kisa bjargað.
Kisa bjargað. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði í gær ketti sem hafði komið sér í vandræði og sat fastur uppi í tré.

Slökkviliðið greinir frá þessu á Facebook þar sem farið var yfir verkefni gærdagsins.

„Fengum eitt af okkar klassísku verkefnum að sækja kött upp í tré en þessi köttur sem sjá má á myndinni hafði komið sér í vandræði og sat fastur,“ segir í færslunni.

Verkefni fyrir dælubílana voru í heildina átta talsins en meðal annarra verkefna voru eldur í ruslatunnu og gám utandyra og vatnslekar. Þá voru 122 boðanir á sjúkrabíla, þar af 36 forgangsverkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert