Fyrsta skrefið út í geim

Daniel Leeb, framkvæmdastjóri Geimvísindastofnunar Íslands ehf. (fyrsti f.v.) og dr. …
Daniel Leeb, framkvæmdastjóri Geimvísindastofnunar Íslands ehf. (fyrsti f.v.) og dr. Michael Thorpe, teymisstjóri vísindahópsins (annar f.v.). mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum mjög spennt yfir þessu samstarfi og hvað framtíðin beri í skauti sér,“ segir Daniel Leeb, framkvæmdastjóri Geimvísindastofnunar Íslands (ISA), en í gær undirritaði hann ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði geimrannsókna. Markmiðið er að auka samstarf á þessu sviði milli íslenskra vísindamanna og alþjóðlegra stofnana, eins og Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA). Þá verður kannað hvort möguleiki sé að stofna sérstaka geimrannsóknarstöð hér á landi, en Ísland er þekkt sem vettvangur fyrir undirbúning og prófun á tækjum sem nota á í geimnum.

Daniel segir að Ísland sé þegar þekktur áfangastaður fyrir prófanir, en það sé hægt að gera svo miklu meira með íslenskt hugvit og vísindi. „Það snýst líka um að bæði opinberir aðilar og einkageirinn vinni saman með hag alls samfélagsins í huga,“ segir hann. ISA, sem er á vegum einkaaðila, hefur í starfi sínu með NASA og ESA byggt upp mikla sérþekkingu og öflugt tengslanet sem getur nýst mjög vel í vísindalegu samstarfi milli Íslands og alþjóðlegra stofnana í geimvísindum.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert