Gul viðvörun í gildi

Vindaspáin á landinu kl. 10 á morgun.
Vindaspáin á landinu kl. 10 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs og tekur hún til Vestfjarða, Norðurlands eystra, Austurlands að Glettingi, Austfjarða, Suðausturlands, Miðhálendis og Stranda og Norðurlands vestra. 

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að það sé spáð suðlægri átt 8-15 m/s og rigningu, einkum um vestanvert landið en úrkomulítið norðaustan til síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Vestlæg átt 10-18 m/s í kvöld, hvassast verður sunnan- og vestanlands.

Norðvestan 10-18 m/s í fyrramálið, en 15-25 suðaustan- og austan til. Rigning norðanlands en slydda eða snjókoma til fjalla, annars úrkomulítið. Styttir upp eftir hádegi og dregur talsvert úr vindi. Vestan 5-13 m/s seint á morgun, en norðvestan 10-15 austast. Hiti verður 2 til 12 stig, mildast verður á Suðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert