Gunnar Stefánsson, prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, verður aðstoðarrektor vísinda við Háskóla norðurslóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ.
Háskóli Íslands og Háskóli norðurslóða (University of the Arctic) hafa gert með sér samstarfssamning um að Gunnar verði aðstoðarrektor vísinda hjá UArctic til næstu fimm ára.
„Norðurslóðir standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum sem krefjast samvinnu á sviði rannsókna og kennslu. Með þessu móti verður Háskóli Íslands leiðandi í netverki háskóla norðurslóða en háskólinn á meðal annars einnig fulltrúa í stjórn UArctic,“ segir í tilkynningu.