Lántaka heimila minnkar

Ný lán heimilanna eru á undanhaldi.
Ný lán heimilanna eru á undanhaldi. mbl.is/Sigurður Bogi

Heimilin hafa dregið úr nýrri lántöku hjá bönkunum hvort heldur sem litið er til fasteignalána eða bílalána. Lántaka heimilanna hefur dregist saman í hverjum mánuði frá upphafi árs, að því er lesa má úr talnaefni um ný útlán í bankakerfinu sem Seðlabanki Íslands birti í gær.

Fasteignalán voru í apríl upp- eða umframgreidd um sem nemur 660 milljónum króna umfram nýja lántöku. Uppgreiðsla fasteignalána hefur ekki verið meiri en ný lántaka síðan í janúar 2015. Uppgreiðsla heimilanna á óverðtryggðum fasteignalánum heldur áfram að aukast og er ný lántaka einkum verðtryggð, en ný verðtryggð lántaka lækkar þó nokkuð á milli mánaða. Þetta þýðir þó ekki að heimilin greiði upp fasteignalán sín án þess að til nýrrar lántöku komi, óhætt er að reikna með að ný lántaka eigi sér á móti stað annars staðar en hjá bönkunum, það er lífeyrissjóðum.

Ný bílalán eru enn umfram uppgreiðslur meðal íslenskra heimila, eða sem nemur 993 milljónum króna í apríl. Er það umtalsverð lækkun frá því í mars þegar ný lántaka umfram uppgreiðslur nam 1,7 milljörðum króna.

Lántaka atvinnufyrirtækja dróst saman milli mánaða í apríl en hún nam 27 milljörðum, samanborið við 31 milljarð í mars.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert