Breytingar hafa verið gerðar á afgreiðslu í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Í stóru brottfaraversluninni sem gengið er í gegnum eftir öryggishliðið voru nýverið teknir í notkun sjálfsafgreiðslukassar sem flýta eiga fyrir afgreiðslu ferðalanga. Eins og flestir vita eru í þessari fríhafnarverslun seldar vörur á borð við snyrtivörur, áfengi og tóbak, minjagripir og ýmiss varningur sem kemur sér vel á ferðalögum.
Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir að sjálfsafgreiðsla í brottfaraverslun hafi verið tekin í notkun í lok apríl. Eftir sem áður er einnig boðið upp á hefðbundna afgreiðslukassa. Hún segir jafnframt að þessi viðbót hafi gefist vel. „Já, mjög vel og nú þegar eru um 35-40% viðskipta í sjálfsafgreiðslu.“
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.