Framkvæmdir eru hafnar við sviflínur, zip-línur, sem reisa á við austurbrún Hellisheiðar. Línurnar verða tvær, eins kílómetra langar, og ná þær yfir í Reykjadal.
Á sviflínunum verða rólur og er hugmyndin sú að fólk fari í rólurnar frá útsýnispalli sem setja á upp örskammt frá þjóðveginum í Kömbum, nærri fossunum tveimur sem eru við efstu beygjuna þar og blasa við vegafarendum sem leið eiga um.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.