Varðskipið Þór verði í Njarðvíkurhöfn

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að varðskipið Þór verði með heimilisfesti …
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að varðskipið Þór verði með heimilisfesti í Njarðvíkurhöfn. Samsett mynd

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra og Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, und­ir­rita í dag form­lega vilja­yf­ir­lýs­ingu við Reykja­nes­bæ þess efn­is að varðskipið Þór verði með heim­il­is­festi í Njarðvík­ur­höfn.

Ráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að und­ir­bún­ings­vinna hafi staðið yfir síðan á síðasta ári þegar hann til­kynnti fyr­ir­ætl­un­ina. Seg­ir hann marga kosti fólgna í því að skipið verði með heima­höfn á Suður­nesj­um.

„Það verður nær opnu hafsvæði og eft­ir að varðskipið Freyja var sett á Siglu­fjörð var mark­miðið að vera með varðskip­in sitt hvor­um meg­in á land­inu. Þetta er tal­in mjög heppi­leg og góð staðsetn­ing í því sam­bandi.“

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er færsla heima­fest­is Þórs úr Reykja­vík­ur­höfn í Njarðvík­ur­höfn fyrsti fasi áætl­un­ar um að færa all­an flota Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Reykja­nes. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert