Vísaði í þunga dóma varðandi kröfu um refsingu

Steina mætir fyrir héraðsdóm í gær.
Steina mætir fyrir héraðsdóm í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sak­sókn­ari í máli gegn hjúkr­un­ar­fræðingi sem ákærður er fyr­ir mann­dráp til­tók ekki sér­stak­lega hvað farið væri fram á lang­an dóm, en fór fram á að sak­fellt yrði fyr­ir mann­dráp af bein­um ásetn­ingi eða mann­dráp á lægsta stigi ásetn­ings. Þá vísaði sak­sókn­ar­inn, Dag­mar Ösp Vé­steins­dótt­ir, til eldri dóms­mála þar sem sak­born­ing­ar hlutu 14 ára og 16 ára dóma. Þetta kom fram í mál­flutn­ingi Dag­mar­ar á þriðja og síðasta degi aðalmeðferðar fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Vísaði í Rauðagerðismálið

Ákæru­valdið hef­ur ákært Steinu Árna­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræðing fyr­ir ásetn­ings­brot eða mann­dráp í op­in­beru starfi. Vitna­leiðslum lauk fyr­ir há­degi, en þá tók mál­flutn­ing­ur sak­sókn­ara við. Dag­mar sagði að ákæru­valdið hygðist ekki fara fram á til­tekna refs­ingu held­ur leggi það í mat dóms­ins hver refs­ing­in skuli vera.

Sak­sókn­ari gaf dæmi um önn­ur mál, þar á meðal mál frá 2020, þar sem ákærði var dæmd­ur fyr­ir ásetn­ing á lægsta stigi og hlaut 14 ára fang­elsi. Einnig tók hún sem dæmi Rauðagerðismálið svo­kallaða, þar sem ákærði var dæmd­ur í 16 ára fang­elsi í héraðsdómi fyr­ir mann­dráp af bein­um ásetn­ingi. 

Fjög­ur ágrein­ings­mál

Sak­sókn­ari tók sam­an fjög­ur ágrein­ings­mál ákær­unn­ar en þau eru aðdrag­andi at­viks­ins, hvort stóð í sjúk­lingn­um, hvort Steina hafi gefið sjúk­lingi sopa eða þvingað drykk­inn ofan í hana og dánar­or­sök henn­ar.

Gerði hún sam­an­tekt á vitn­is­b­urði og færði rök fyr­ir því að Steina hefði verið pirruð yfir und­ir­mönn­un, óreyndu sam­starfs­fólki sínu og þungu hjúkr­un­arstigi á deild­inni og tekið það út á sjúk­lingn­um með því að hella drykkn­um í munn hans.

Sam­starfs­kon­ur henn­ar og sjúk­ling­ur­inn hafi ít­rekað gefið til kynna og sagt að sjúk­ling­ur­inn vildi ekki drykk­inn en Steina hafi látið það sem vind um eyru þjóta og ákveðið að halda áfram að hella drykkj­un­um í munn sjúk­lings­ins, eft­ir að hún hafði losað um mat­ar­bita sem stóð í kon­unni.

Krufn­ing bendi sterk­lega til þess að dánar­or­sök hafi verið köfn­un vegna nær­ing­ar­drykkj­ar­ins, að mati rétt­ar­lækna sem unnu að krufn­ing­ar­skýrslu, en ekki köfn­un vegna græn­met­is­bita eða klósópín­eitrun. 

Fer fram á 14,5 millj­ón­ir til dán­ar­bús­ins

Lögmaður bótakrefj­anda, sem er móðir sjúk­lings­ins, fer fram á að Steinu verði gert að greiða 14.5 millj­ón­ir auk vaxta til dán­ar­bús­ins. Einnig verði henni gert að greiða út­far­ar­kostnað auk vaxta og greiða dán­ar­bú­inu máls­kostnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka