Bíll fauk á hliðina í Fagradal

Appelsínugul viðvörun er í gildi á svæðinu.
Appelsínugul viðvörun er í gildi á svæðinu.

Umferðaróhapp varð í Fagradal í morgun þar sem bifreið fauk á hliðina. Þrír voru í bílnum en engin slys urðu á fólki, að segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Fagridalur er nú lokaður vegna veðurs, en appelsíngul viðvörun er í gildi á Austfjörðum og gul á Austurlandi.

Tilkynningar hafa borist um lausamuni að fjúka og þakplötur að losna. Ekkert ferðaveður er á Austfjörðum núna, Vegurinn um Vatnsskarð eystra einnig lokaður og lokað milli Djúpavogs og Hafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert