Eignaupptaka hjá íbúum Skerjafjarðar

Ný byggð í Skerjafirði mun hafa neikvæð áhrif á Reykjavíkurflugvöll …
Ný byggð í Skerjafirði mun hafa neikvæð áhrif á Reykjavíkurflugvöll og valda umferðartöfum. mbl.is/Árni Sæberg

Á meðan lest­ar­sam­gangna nýt­ur ekki við á Íslandi gegn­ir Reykja­vík­ur­flug­völl­ur lyk­il­hlut­verki. Þetta seg­ir Magnús Skúla­son arki­tekt. Hann seg­ir að fransk­ur koll­egi sinn frá Par­ís hafi bent á þetta í ljósi hug­mynda um að flytja inn­an­lands­flug úr Vatns­mýr­inni.

Hann sagði að það væri borðleggj­andi að það ætti að styrkja inn­an­lands­flugið og þá sé staðsetn­ing­in á Reykja­vík­ur­flug­velli hár­rétt. Flug­stöð á að vera eins miðlæg og hægt er eins og járn­bauta­stöðvar annarra landa sem eru alltaf inni í miðborg­um. Flug­völl­ur­inn er ígildi jár­braut­ar­stöðvar.”

Þrengt að flug­vell­in­um

Magnús tel­ur að áform um sex­föld­un íbúa­byggðar í Skerjaf­irði muni þrengja að flug­vell­in­um eins og rann­sókn­ir hafi sýnt.

„Mér finnst það vera al­gjör til­bún­ing­ur að ætla að flytja flug­völl­inn því að flug­tækni­lega er hann á al­besta stað. Þegar upp er staðið er þetta ein af aðför­un­um í því að koma flug­vell­in­um burt.”

Reykja­vík sé höfuðborg lands­ins og miðstöð stjórn­sýsl­unn­ar og því séu mál­efni  Reykja­vík­ur­flug­vall­ar ekki einka­mál borg­ar­búa.

Magnús seg­ir að áform um nýja hverfið sem reisa á fyr­ir aust­an nú­ver­andi byggð í Skerjaf­irði séu að sumu leiti já­kvæð, um sé að ræða opið og sól­ríkt svæði, en tvennt stingi í aug­un. Byggja eigi fjög­urra og fimm hæða bygg­ing­ar sem séu alltaf skugga­mynd­andi og trufli vind.

„Ég myndi gera veru­leg­ar at­hug­semd­ir við sjálft skipu­lagið vegna hæðar húsa og síðan en ekki síst að fylla upp í sjó­inn við Skerja­fjörð og skemma nú­ver­andi ósnerta strand­lengju sem er mik­ils virði. Strand­lengj­ur sem ekki hafa verið skert­ar eru fáar á Reykja­vík­ur­svæðinu. Mér finnst það mjög gagn­rýni­vert að láta sér detta það í hug að fara þarna í land­fyll­ing­ar og eyðileggja strand­lengj­una með til­heyr­andi skemmd­um á líf­rík­inu.”

Skerjafjörður. Þarna verður gerð landfylling sem verður hluti af uppbyggingu …
Skerja­fjörður. Þarna verður gerð land­fyll­ing sem verður hluti af upp­bygg­ingu hins nýja Skerja­fjarðar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Íbúar verða fyr­ir tjóni

Áform um að láta marg­falda um­ferð fara í gegn­um Ein­ars­nes inn í Skerja­fjörð þegar nýja hverfið er risið eru líka gagn­rýni­verð að mati Magnús­ar.

„Þetta er eigna­upp­taka gagn­vart íbú­um sem búa þarna í dag. Þeir eru fórn­ar­lömb þessa máls.”

Hann seg­ir enga þörf á því að byggja nýtt hverfi við Reykja­vík­ur­flug­völl, það sé nægt land til staðar fyr­ir nýj­ar íbúðir á Stór-Reykja­vík­ur­svæðinu þar sem er hægt að þétta byggð án þess að fara í þétt­ing­ar á svæðum þar sem byggð er nú þegar til staðar. Reykja­vík­ur­flug­völl­ur sé aðeins einn hekt­ari en til staðar sé um 6-7 hekt­ara mögu­legt bygg­ing­ar­land.

„Það er eng­in ástæða til að vera að byggja þarna.”

Einka­bíll­inn er ekki að hverfa úr um­ferð seg­ir Magnús en þar eru orku­skipti yfir í raf­bíla á fleygi­ferð. Nauðsyn­legt sé þó að stór­efla al­menn­ings­sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu sem séu ekki viðun­andi í dag.

Flutn­ings­geta um Hring­braut­ina sé til dæm­is kom­in að þol­mörk­um á sama tíma og mikið sé byggt í Vest­ur­bæn­um. „Það er verið að bæta við þúsund­um íbúða þar. Fyr­ir­huguð Borg­ar­lína mun leysa lítið af um­ferðar­mál­um Reykja­vík­ur­borg­ar og hún kost­ar allt of mikið.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert