Skjálfti við Stóra-Lambafell

Skjálftinn fannst meðal annars í Hafnarfirði.
Skjálftinn fannst meðal annars í Hafnarfirði. Kort/Map.is

Skjálfti af stærðinni 3 varð rétt við Stóra-Lambafell, suðvestur af Kleifarvatni, skömmu fyrir klukkan fimm sídegis í dag. Fannst skjálftinn meðal annars í Hafnarfirði. 

Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 

Fyrir þennan skjálfta höfðu tveir skjálftar yfir 2,5 að stærð orðið á sömu slóðum. 

Jarðskjálftahrinur eru vel þekktar á þessu svæði að því er fram kemur í athugasemd jarðvísindamanns á vef Veðurstofu Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert