Smáskjálftahrina við Kleifarvatn

Lítil skjálftahrina hófst suðvestur af Kleifarvatni síðdegis í dag.
Lítil skjálftahrina hófst suðvestur af Kleifarvatni síðdegis í dag. Samsett mynd

Smáskjálftahrina hófst suðvestur af Kleifarvatni á Reykjanesi síðdegis í dag. Stærstu skjálftarnir mældust 2,8 að stærð og urðu þeir klukkan 15.30 og 15.31. 

Smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið og eru þeir á bilinu 0,5 til 1,3 að stærð. 

Jörð skelfur ekki bara á suðvestur horni landsins en við Grímsey hafa 137 jarðskjálftar mælst á síðastliðnum tveimur sólarhringjum. Enginn þeirra hefur þó verið yfir þremur að stærð en tólf hafa verið á bilinu 2 til 3 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert