Stormurinn að mestu genginn niður

Öllu glaðlegra er að skoða spákortið nú klukkan 18, þegar …
Öllu glaðlegra er að skoða spákortið nú klukkan 18, þegar guli liturinn táknar sól ekki veðurviðvörun. Kort/Veðurstofa Íslands

„Norðvestan stormurinn sem hrellt hefur landsmenn austantil á landinu er núna að mestu gengin niður og í kvöld verður vindur orðinn mun hægari.“

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands nú síðdegis. Appelsínugular og gular viðvaranir voru í gildi til klukkan 15 í dag. 

Í öðrum landshlutum er vestlæg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 m/s. Léttskýjað er og hiti frá 2 stigum norðaustanlands upp í 12 stig á Suðausturlandi.

Sú gula lætur sjá sig

Þegar spákort veðurstofu fyrir allt landið klukkan 18 er skoðað má sjá að sól er á öllum stöðum á landinu þó ský skyggi sumstaðar á hana að hluta. 

Það er um að gera að njóta sólarinnar á meðan hún er því í kvöld er vaxandi suðvestanátt, fyrst um landið norðvestanvert og á morgun verður suðvestan strekkingur með súl eða ringingu. Heldur úrkomuminna verður á Austurlandi.+

Það hlýnar heldur til og hiti á morgun verður á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast austanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert