Allar sundlaugar á Akureyri eru lokaðar og verða lokaðar alla hvítasunnuhelgina vegna skæruverkfalls félagsmanna BSRB. Samtökin standa nú í kjaradeildu við Samtök íslenskra sveitarfélaga.
Sama gildir um sundlaugar í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Borgarbyggð, Vesturbyggð sem og hjá Snæfellsnesbæ og á Sauðárkróki.
Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, segist ekki hafa heyrt af neinum sem fór í fýluferð í laugina í morgun þó hana gruni að einhverjir hafi lagt leið sína að lauginni og þurft að snúa rakleiði við.
„Ég er nú bara róleg yfir þessu, það þýðir ekkert annað,“ segir Elín sem vonar þó að samningar náist sem fyrst.