Gular viðvaranir á morgun

Gular viðvaranir taka gildi á morgun.
Gular viðvaranir taka gildi á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Útlit er fyrir hvassviðri á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum. 

Tekur viðvörun gildi á Breiðafirði á hádegi á morgun, síðan á Vestfjörðum klukkan 14 og á Norðurlandi eystra og vestra klukkan 15. 

Falla þær úr gildi undir morgun á þriðjudagsmorgun.

F'ol er hvatt til þess að huga að lausamunum á þessum svæðum og varasamt ferðaveður er fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 

Spáin er talsvert betri fyrir vikuna og gæti hiti náð allt að 20 stigum á austurhelming landsins þegar líða tekur á hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert