21 gráðu hiti mældist á Egilsstaðaflugvelli í dag. Er það hæsti hiti sem mældist á landinu í dag, en litlu lægri var hitinn í Bakkagerði, 20,7 gráður, og í Hallormsstað 20,3 gráður.
Vestanátt er fyrir austan í dag og klukkan 15 voru 6 metrar á sekúndu á Egilsstöðum.
Allhvassara og kaldara er í öðrum landshlutum og gul viðvörun í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum.