„Algjörlega fráleitt“ að tala um eignaupptöku

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að lífsgæði íbúa í …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að lífsgæði íbúa í skerjafirði muni aukast með nýju hverfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ekki óal­gengt og nán­ast regla að þegar við erum að kynna nýtt skipu­lag að það komi fram áhyggj­ur hjá þeim sem næst búa og vilja gjarn­an hafa hlut­ina óbreytta. Að þeir hafi áhyggj­ur af um­ferð og ónæði á bygg­ing­ar­tíma.”

Þetta seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur í sam­tali við mbl.is um þunga gagn­rýni íbúa í Skerjaf­irði á fyr­ir­huguð áform um upp­bygg­ingu nýrr­ar íbúðabyggðar, en til stend­ur að sex­falda byggðina í Skerjaf­irði á næstu árum.

Á fimmta þúsund manns munu búa í Skerjaf­irði þegar upp­bygg­ing­unni verður lokið og um­ferð um hverfið mun aukast stór­kost­lega, að mati um­ferðar­verk­fræðings. Bent hef­ur verið á að allt að 20.000 bíl­ar muni eiga leið um Ein­ars­nes á hverj­um sól­ar­hring og um­ferðaræðar inn í hverfið verði tak­markaðar með til­heyr­andi töf­um.

Dag­ur seg­ir að áhyggj­ur fólks sem þess­ar séu al­geng­ar. „Það var farið býsna vel yfir þessa þætti. Þetta er auðvitað frá­bært bygg­ing­ar­land og mjög góð staðsetn­ing fyr­ir nýj­ar íbúðir. Þarna er í raun land sem lengi hef­ur staðið til að byggja á.“

Hann seg­ir að um­ferðargrein­ing­ar sýni að þegar hverfið verði full­byggt verði um­ferð svipuð og um­ferð um Birki­mel sem sé gata í íbúðabyggð og um­ferð um hana sé ekki þung.

Vandað til verka

„Okk­ur finnst skipta mjög miklu máli að þarna bygg­ist upp gott hverfi. Það hef­ur verið vandað til verka í hverju og einu skrefi,“ seg­ir Dag­ur. 

Borg­ar­stjóri seg­ir að skipu­lag nýs Skerja­fjarðar sé eina dæmið sem hann viti um sem hafi fengið verðlaun bæði inn­an­lands og utan fyr­ir skipu­lag og hönn­un. Húsa­gerðirn­ar verði fjöl­breytt­ari en í mörg­um nýj­um hverf­um sem verið er að byggja upp.

„Bæði sér­býli og hús með góðum hæðum eins og við þekkj­um í Hlíðunum, í Vest­ur­bæn­um og víðar.“

Svona er áætlað að ásynd hins nýja Skerjafkarðar verði.
Svona er áætlað að ásynd hins nýja Skerjaf­k­arðar verði. Mynd/​Reykja­vík­ur­borg,

Mik­il vinna hef­ur verið lögð í að út­færa götu­rými í nýja hverf­inu og meta áhrif veðra og vinda á byggðina. „Ég er mjög spennt­ur yfir því að sjá hverfið rísa,“ seg­ir Dag­ur.

Borg­ar­stjóri seg­ir að það skipti miklu máli að svara eft­ir­spurn eft­ir nýju hús­næði. „Þetta er eitt af stærstu svæðunum sem er til­búið í skipu­lagi og þess vegna er mik­il­vægt að það verði ekki frek­ari drátt­ur á upp­bygg­ing­unni. Við telj­um að þetta verði ein­stakt hverfi og al­gjör­lega frá­bær staður til að búa á og að gamli Skerja­fjörður­inn verði það líka.“

Nýrri byggð mun fylgja nýr leik­skóli og grunn­skóli og seg­ir Dag­ur að eldri byggð muni njóta þess. „Það mun fylgja þjón­usta sem stærra hverfi get­ur staðið und­ir. Þó svo að ég átti mig á því að sumt af þessu fólki sem er að mót­mæla er ekki á barn­seign­ar­aldri þá má bú­ast við að nýi hluti hverf­is­ins muni draga að sér barna­fólk, hlátr­ar­sköll og líf í göt­urn­ar.“

Áhrif á inn­an­lands­flug met­in

Bent hef­ur verið á að aðstæður til flugs á Reykja­vík­ur­flug­velli muni versna með til­komu hinn­ar nýju byggðar, m.a. í ný­legri skýrslu innviðaráðherra þar sem kem­ur fram að fella þurfi niður flug í hverj­um mánuði vegna breyttra aðstæðna.

„Þetta get­ur haft áhrif á eina lend­ingu af 45.000 í mánuði á þann hátt að það þurfi að láta flug­menn vita af því að vindátt geti valdið hviðum. Þetta eru miklu minni áhrif en marg­ir höfðu ótt­ast.“ 

Dag­ur seg­ir að með hliðsjón af því hversu marg­ar flug­ferðir séu felld­ar niður reglu­lega þá séu áhrif­in af hinni nýju byggð mjög óveru­leg.

„Við höf­um gripið til mót­vægisaðgerða í skipu­lag­inu þannig að byggðin er mjög lág næst flug­vell­in­um og við sett­um inn ákvæði í deili­skipu­lagið á dög­un­um til að tryggja að það verði hugað að því við hönn­un bygg­inga og staðsetn­ing­ar gróðurs þannig að það dragi úr vindá­hrif­um á flug­völl­inn. Við erum kannski að ganga miklu lengra varðandi þessa þætti þegar þetta deili­skipu­lag er ann­ars veg­ar held­ur en þegar þyrlu­skýli Land­helg­is­gæsl­unn­ar var byggt á dög­un­um.“

Mun lægja í Skerjaf­irði og Vatns­mýr­inni

Eng­ar sam­bæri­leg­ar at­hug­an­ir hafi verið gerðar þó svo að ljóst sé að mest áhrif varðandi hviður á flug­vell­in­um séu af flug­skýl­um sem standi næst vell­in­um.

„Rann­sókn­ir sýna að þau valda lang­mest­um nei­kvæðum áhrif­um. En þó er það ekki þannig að mér af vit­andi hafi ein­hver hafi lagt til að þau verði rif­in. Áhrif­in af byggðinni eru miklu minni. Ann­ars veg­ar mun draga úr meðal­vindi, það mun lægja í Vatns­mýr­inni og Skerjaf­irðinum.“

Borg­ar­stjóri seg­ir að vind­hviður sem nú þekk­ist á Reykja­vík­ur­flug­velli úr mjög sjald­gæf­um átt­um verði fátíðari en áður sem séu til­komn­ar vegna nú­ver­andi flug­skýla á vell­in­um.

Borgarstjóri segir að veður muni lægja í Vatnsmýri og Skerjafirði …
Borg­ar­stjóri seg­ir að veður muni lægja í Vatns­mýri og Skerjaf­irði með til­komu nýrr­ar byggðar. Mynd/​rReykja­vík­ur­borg

Betra hverfi

Prýðifé­lagið Skjöld­ur, sem íbú­ar í Skerjaf­irði standa að, hef­ur mót­mælt nýrri byggð og sagt að hún jafngildi eigna­upp­töku þeirra sem búa nú þegar í Skerjaf­irði.

„Það er al­gjör­lega frá­leitt því að hverfið verður betra,“ seg­ir Dag­ur og und­ir­strik­ar að það verði betra verði að búa í Skerjaf­irði en áður þegar þar verði kom­in skólaþjón­usta og versl­un og eft­ir­vænt­ing sé til staðar um upp­bygg­ingu hverf­is­ins.

„Við verðum vör við það að það sé mjög mikið af fólki, bæði í Reykja­vík og ná­g­rannsveit­ar­fé­lög­un­um, sem er að bíða eft­ir þess­um spenn­andi bú­setu­kosti. Ég held að þetta hverfi verði mjög eft­ir­sótt og að gamli Skerja­fjörður­inn muni njóta góðs af því.“

Framund­an eru jarðvegs­fram­kvæmd­ir í Skerjaf­irðinum og mat á mögu­leg­um mót­vægisaðgerðum í sam­starfi við ISA­VIA um mögu­leg áhrif nýrr­ar byggðar á inn­an­lands­flugið. „Ég von­ast til þess að þetta muni allt ganga fljótt og vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert