Björgunarsveitarbíll festist í Leirvogsá í Mosfellsbæ í dag, en bíllinn var þar til að aðstoða jeppa sem sat einnig fastur í ánni.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom þá til bjargar og dró bílana tvo upp úr.
Björgunarsveitum Kjalarness og Mosfellsbæjar barst hjálparbeiðni um miðjan dag í dag frá fólki sem hafði fest jeppa í Leirvogsá. Sat bíllinn fastur í ánni og færðist undan straumþunga.
Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að mikið vatn sé í ánni eftir mikla úrkomu undanfarna daga.