Breytir öllu að fá laun næstu mánaðamót

Birnir Jón Sigurðsson segist hafa verið við það að skrá sig í verkfræðinám þar sem hann var orðinn þreyttur á lífi listamanns með engar stöðugar tekjur þegar hann fékk tilboð um að gerast leikskáld Borgarleikhússins 2022-23.

„Þær hugmyndir flugu út um gluggann þegar Borgarleikhúsið hafði samband,“ segir Birnir sem var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum.

„Sem leikskáld Borgarleikhússins er ég á launum í eitt ár við að þróa mína list áfram og skrifa leikrit. Þetta er frábært konsept. Mér eru í raun gefnar alveg frjálsar hendur til þess að vinna að því sem ég vil. Ég þrífst í þessu frelsi og elska að geta sniðið mér minn eigin sjóstakk,“ segir hann.

„Það að hafa örugg laun sem sjálfstætt starfandi listamaður breytir einhvern veginn leiknum. Bara þetta öryggi að fá laun næstu mánaðamót breytir öllu.“ 

Hann segist þá geta verið rólegri við listsköpunina í stað þess að vera „alltaf með taugakerfið spennt“.

Viðtalið í heild má finna hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert