„Ég á nokkrar vinkonur sem að svoleiðis gubba út hugmyndum, mörgum á dag. Það vantar einhvern sem að grípur og vill vinna með fólki sem að hefur þennan hæfileika, og er alltaf að sjá ný tækifæri. Við getum alveg gert betur í því,“ segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður og stofnandi KVENN, Félags kvenna í nýsköpun, og nýkjörinn varaforseti IFIA, alþjóðasamtaka uppfinningafélaga.
Hún var gestur í Dagmálum þar sem hún ræddi m.a. um nýsköpun, hugvit og andúð sína á Excel.
Hún bendir á félög, líkt og KVENN og Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna, sem geta aðstoðað fólk við að taka sín fyrstu skref vilji það koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Það geti verið vandasamt verk og því betra að tala við sérfræðinga vilji það forðast nýgræðingamistök á borð við að fara of snemma í viðtöl og sækja of seint um einkaleyfisrétt.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér.