Eldur kviknaði í bíl í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu á áttunda tímanum í kvöld. Bíllinn var á hringveginum þegar eldurinn kviknaði.
Þetta staðfestir Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is.
Engin slys urðu á fólki en fjórir voru um borð í bílnum. Þá liggur ekki fyrir hvers vegna kviknaði í bílnum.
Hringveginum var lokað í um hálftíma vegna atviksins.