Þrengt í eina akrein á Reykjanesbraut vegna malbikunar

Vinnusvæðin verða þrögn og menn og tæki nálægt akbrautum.
Vinnusvæðin verða þrögn og menn og tæki nálægt akbrautum. mbl.is/Árni Sæberg

Á morgun, þriðjudaginn 30.maí, er stefnt á að fræsa og malbika Reykjanesbraut á milli Hvassahrauns og afleggjara við Vatnsleysustrandarveg í suðvestur átt.

Þrengt verður í eina akrein og viðeigandi merkingar og hjáleiðir settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 06:00 til kl. 19:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við við vinnu mjög nálægt akbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert