Um 900 leikskólastarfsmenn leggja niður störf

Verkföllin munu hafa áhrif á yfir 60 leikskóla.
Verkföllin munu hafa áhrif á yfir 60 leikskóla. Ljósmynd/BSRB

Þriðja vika verkfallsaðgerða BSRB hefst á morgun en lítið hefur þokast í kjaradeilu bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Á morgun, þriðjudag, bætast fleiri leikskólastarfsmenn við þann hóp sem þegar hefur lagt niður störf, en alls munu um 900 leikskólastarfsmenn leggja niður störf á morgun.

Mun áhrifa verkfallanna gæta í yfir 60 leikskólum og leikskóladeildum grunnskóla ellefu sveitarfélaga.

Um hvítasunnuhelgina lögðu félagsmenn Kjalar, aðildarfélags BSRB, niður störf í tuttugu sundlaugum og íþróttamiðstöðvum í átta sveitarfélögum.

Ljósmynd/BSRB

Þarf afstöðubreytingu til að ná samningum

Félagsmenn BSRB hafa þegar samþykkt frekari verkföll í atkvæðagreiðslum og að óbreyttu verður stígandi á verkfallsaðgerðum BSRB frá 5. júní samkvæmt aðgerðaráætlun sem sjá má á vef bandalagsins.

Náist ekki að semja fyrir 5. júní munu verkföllin samtals ná til að minnsta kosti 2500 starfsmanna í 29 sveitarfélögum. 

Ljósmynd/BSRB

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, sagði í samtali við mbl.is í gær að tal­sam­band hafi verið á milli formanna samn­inga­nefnda deiluaðila að und­an­förnu, en það hafi þó legið niðri síðustu daga.

Af­stöðubreyt­ingu þurfi hjá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga til þess að hægt verði að ganga frá nýj­um kjara­samn­ingi. 

„Við gæt­um klárað þetta í dag en það þarf vilja til,” sagði Sonja.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að afstöðubreytingu þurfi til …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að afstöðubreytingu þurfi til að hægt verði að ganga frá samningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert