Elinóra Inga Sigurðardóttir segir alla geta fengið góðar hugmyndir. Það þurfi aftur á móti að gera betur í að leiða saman hugmyndaríka fólkið og þá sem eru flinkir í Excel, viljum við sjá fleiri hugmyndir verða að veruleika.
Elinóra Inga er formaður og stofnandi KVENN, Félags kvenna í nýsköpun, og nýkjörinn varaforseti IFIA, alþjóðasamtaka uppfinningafélaga. Hún ræddi um nýsköpun og hugvit í Dagmálum.
„Þeir sem eru hugmyndaríkir eru oft minna í Excel-skjölum,“ segir Elinóra Inga sem kveðst sjálf hata Excel.
„Það er alltaf verið að setja hugmyndaríkt fólk á námskeið til að gera viðskiptaáætlun og búa til fjárhagsplan sem við vitum fyrir fram að stenst aldrei.“
Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér.