18 jarðgöng koma til greina

Reisa á 10 göng víða um land á næstu þrjátíu …
Reisa á 10 göng víða um land á næstu þrjátíu árum samkvæmt nýrri samgönguáætlun. mbl.is/Árni Sæberg

Átján ný jarðgöng koma til greina en ein­ung­is 10 þeirra verða fyr­ir val­inu í nýrri sam­göngu­áætlun Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar innviðaráðherra sem kynnt verður á næst­unni, en stefnt er að því að byggja öll göng­in á næstu þrjá­tíu árum. Auk þess verða fern göng í viðbót tek­in til skoðunar í áætl­un­inni.  

Sig­urður Ingi seg­ir göng nýrr­ar sam­göngu­áætlun­ar vera nán­ast öll þau jarðgöng sem hafi verið til um­fjöll­un­ar síðustu ár. Þá hef­ur hann einnig staðfest að á list­an­um séu jarðgöng um Mikla­dal og Hálf­dán á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Ekki fást frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu um hvaða 10 göng rati í áætl­un­ina, en aðspurð seg­ist Ing­veld­ur Sæ­munds­dótt­ir, aðstoðar­kona ráðherra, ekki vilja gefa út list­ann í heild sinni fyrr en sam­göngu­áætlun hafi verið birt. 

Vís­ar til skýrslu RHA og Vega­gerðar­inn­ar

Í skýrslu Rann­sókn­ar­miðstöðvar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri sem unn­in var fyr­ir Vega­gerðina í júní 2022 er að finna yf­ir­lit yfir 18 jarðganga­kosti sem hafa verið til skoðunar og umræðu á und­an­förn­um árum. Sig­urður Ingi hef­ur staðfest að í skýrsl­unni sé að finna öll þau göng sem eigi að byggja og skoða nán­ar í nýrri sam­göngu­áætlun.

Sam­kvæmt list­an­um eru jarðganga­kost­irn­ir eft­ir­far­andi:

  • Reyn­is­fjall
  • Hval­fjarðargöng (önn­ur göng til viðbót­ar)
  • Kletts­háls
  • Mikli­dal­ur
  • Hálf­dán
  • Dynj­and­is­heiði
  • Breiðadals­legg­ur Breiðadals- og Botns­heiði
  • Ísa­fjörður-Súðavík
  • Öxna­dals­heiði
  • Göng á Trölla­skaga (val­kost­ir við Hring­veg/Ö​xna­dals­heiði)
  • Siglu­fjarðarsk­arð
  • Ólafs­fjarðar­múli
  • Vopna­fjörður-Hérað
  • Fjarðar­heiði
  • Seyðis­fjarðargöng
  • Mjóa­fjarðargöng
  • Beru­fjarðarsk­arð/​Breiðdals­heiði
  • Lóns­heiði eða Hval­nesskriður

Skýrist á næstu dög­um

Við mat á jarðganga­kost­um var horft til arðsemi, um­ferðarör­ygg­is, teng­ing­ar at­vinnu-og búsvæða og áhrif á byggðaþróun með hliðsjón af byggðaáætl­un. Af þeim 18 kost­um sem Vega­gerðin skoðaði voru 10 þeirra nýir en 8 voru áfram á lista frá eldri jarðganga­áætl­un. 

Senn kem­ur í ljós hvaða jarðganga­kost­ir verða fyr­ir val­inu, en að sögn Ing­veld­ar verður sam­göngu­áætlun lögð fram á næstu dög­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert