Annar stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga á árinu

Skjálfti af stærðinni 3,1 varð fyrr í dag.
Skjálfti af stærðinni 3,1 varð fyrr í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð við Kleifarvatn fyrir hádegi í dag.

Þetta er annar stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga í ár, það er að segja sem verður á landi og ekki á Reykjaneshryggnum. Hinn skjálftinn varð 27. maí og var sá einnig um 3,1 að stærð.

Þá mældist einnig skjálfti af stærðinni 2,8 í grennd við Grindavík sem íbúar urðu varir við.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana ekki merki um aukna virkni á Reykjanesskaganum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert